Gæðamjólk

Fjölskyldubúið Gunnbjarnarholti vill færa mjólk og mjólkurvörur beint til neytenda, upprunamerktar og rekjanlegar beint á búið okkar. Allar okkar vörur eru unnar úr mjólk sem er framleidd hjá Fjölskyldubúinu.

Hreppamjólk

Vörurnar okkar

Allar mjólkurvörurnar okkar eru unnar hjá Fjölskyldubúinu í Gunnbjarnarholti. Núna er hægt að kaupa vörurnar okkar í versluninni okkar í Gunnbjarnarholti auk þess að vera til sölu í Bónus, Hagkaup, Krónunni, Fjarðarkaupum, Litlu Bændabúðinni á Flúðum, Laugarás Lagoon og í Secret Lagoon.

Fjölskyldubúið Gunnbjarnarholti

Búskapur fjölskyldunnar hófst 1789. Hefur búskapurinn þróast verulega með árunum, en er það nú sjöundi ættliðurinn sem stýrir búinu í Gunnbjarnarholti.

Íslenska kýrin

Íslenska landnámskýrin er frekar lágvaxin samanborið við önnur kúakyn en skartar fjölbreyttari litaflóru en nokkuð annað kúakyn. Hún hefur aðlagað sig vel að íslensku loftslagi og harðbýlu landinu.

Hátæknifjós

Velferð kúna er í fyrirrúmi og þess gætt að kýrnar njóti besta atlætis og aðbúnaðar sem völ er á. Lausagöngufjós hýsir um 240 mjólkurkýr og fjóra sjálfvirka mjaltaþjóna.